Stjórnarráðsfrumvarpið samþykkt

Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um Stjórnarráð Íslands var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 28 atkvæðum gegn 14. Tveir þingmenn sátu hjá.

Frumvarpið felur ekki í sér hið umdeilda ákvæði að forsætisráðherra gæti ákveðið fjölda ráðuneyta upp á sitt einsdæmi. Í staðinn kemur inn í 2. gr. frumvarpsins ákvæði sem felur í sér að fjöldi ráðuneytanna væri ákveðinn með forsetaúrskurði.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á þingi að nú væri verið að lögfesta mestu umbætur í stjórnsýslu landsins síðustu ár og því bæri að fagna. Hún þakkaði öllum sem lagt höfðu sitt af mörkum til að ná málinu í höfn.

Steingrímur, sagðist fyrst og fremst fagna því að þeir sem hefðu lagst í ómálefnalega umræðu til að drepa málið hafi ekki hlotið erindi sem erfiði. Hann sagði að málamyndun ríkisstjórnarinnar væri ekki neinum til háðungar „nema þeim einum sem reyna að slá sjálfa sig til riddara" vegna mikilmennsku hinna.

Jón Bjarnason, ráðherra, kvað sér ekki fært að styðja frumvarpið í heild. Hann fagnaði þó breytingum sem gerðar voru á frumvarpinu, þá sérstaklega breytingu á 2. gr. frumvarpsins. Hún felur nú í sér að fjöldi ráðuneyta og heiti þeirra verður ákveðið með forsetaúrskurði samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Þar með hlýtur Alþingi færi á að fjalla um tillöguna í formi þingsályktunartillögu, eins og verið hefur.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið í heild sinni vera dæmi um rangar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði feril málsins á þingi allan hafa verið hinn undarlegasta. Hann sagði frumvarpið enn meingallað.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband