Sunnudagur, 18. september 2011
Mikið fjárhagstjón af hryðjuverkalögunum
Tjón íslenskra fyrirtækja vegna þeirrar ákvörðunar breska stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslandi árið 2008 er talið nema um fimm milljörðum króna.
Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt á Alþingi í dag.
Við gerð skýrslunnar voru tekin viðtöl við stjórnendur tæplega fjörtíu fyrirtækja hér á landi. Hryðjuverkalögin urðu einnig til þess að erfiðlega gekk að koma greiðslum til og frá landinu og lentu skilvís íslensk fyrirtæki jafn vel í vanskilum vegna þessa. Innflutningsfyrirtæki fengu ekki lengur gjaldfresti hjá erlendum birgjum og voru krafin um fyrirframgreiðslur.
Að auki hafa íslensk fyrirtæki mætt tortryggni frá erlendum aðilum sem eru í mörgum tilfellum hikandi við að stunda viðskipti við íslensk fyrirtæki og vilja það í sumum tilfellum alls ekki, eins og segir í skýrslunni.
Í skýrslunni er jafnframt tekið fram að fyrirtækin sjálf segjast með engu móti geta metið eigið fjárhagslegt tjón af hryðjuverkalögunum þar sem erfitt sé að skilja það frá öðrum þáttum hrunsins. Ráðuneytið telur það engu að síður ljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafði að sönnu áhrif á íslensk fyrirtæki, en þau hafi flest verið óbein.(visir.is)
Ég tel,að tjónið af hryðjuverkalögunum hafi verið mikið meira.Það var skaði,að ekki skyldi vera farið í mál við Breta vegna laganna. Við hefðum örugglega unnið það mál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var að taka lán í Deutsche Bank sem einstaklikngur. Allt var klár og tekjur og eignir voru klár en svo kom hrunið og mér var tilkynnt að ekki myndi verða samið um nú lán við Íslendinga hvort sem það væru einstaklingar eða fyrirtæki.
Einstaklingar urðu einnig illa úti ekki minna en fyrirtæki.
Ég þurfti að selja hlutabréf sem átti að vera grundvöllur að hlutabréfum vegna þess að kostnaðurinn sem ég þurfti að greiða erlendis var meira en ég þénaði á Íslandi.
Alltaf er hugsað um fyrirtæki. Hvernig væri að hugsa um einstaklinga sem hafa lagt smáræði til hliðar?
Hefur þú skoðað útrekingana hans Lúðvíks Júlíussonar á blogginu hans þegar kemur að tryggingastofnun á Íslandi?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.