Sunnudagur, 18. september 2011
Gjaldeyrishöftin framlengd til 2013
Frumvarp til laga um að Seðlabanki Íslands fái heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 30 atkvæðum gegn 13.
Steingrímur J. Sigfússon undirstrikaði í ræðustól að þrátt fyrir að Seðlabankinn fái heimild til að framlengja höftin allt til ársins 2013 sé stefnan að afnema þau miklu fyrr. Hann þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir stuðning þann sem hún sýnir ríkisstjórninni með því að vilja ekki veita heimild til að framlengja höftin. Þar með gefi hún í skyn að náðst hefði mikill árangur í baráttu við efnahagsvanda landsins. Svo mikill árangur að ekki þyrfti að lögfesta heimild til að framlengja höftin í neyðartilvikum.(visir.is)
Það hefði verið hreint glapræði að afnema gjaldeyrishöftin strax. Afleiðingin hefði orðið hrun krónunnar og stórfelld hækkun allra innfluttra vara. Þeir sem berjast fyrir afnáni haftanna strax eða fljótt vilja láta almenning borga í stórhækkuðu vöruverði. Almenningur er búinn að borga nógu mikið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri að ræða um útfærslu gjaldeyrishaftanna? Venjulega er rætt um útfærslu laga, en í þessu tilviki var það ekki. Það finnst mér mjög lélegt.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.