Sunnudagur, 25. september 2011
Lögreglumenn þurfa að fá kjarabætur
Gerðadómur í launamálum lögreglumanna hefur valdið lögreglumönnum miklum vonbrigðum. Lögreglumenn gerðu sér vonir um að fá leiðréttingu launa sinna en gerðadómurinn ákvað að lögreglumenn fengu aðeins sömu hækkun og samið var um á almennum vinnumarkaði sl. vor.Það er slæmt. En lögreglumenn geta ekki kennt ríkisstjórninni um niðurstöðu gerðardóms.Hún gat engin áhrif haft á niðurstöðu dómsins. Kjaramál lögreglumanna hafa lengi verið í ólestri. Þau voru í ólestri í dómsmálaráðherratíð Björns Bjarnasonar og þau eru í ólestri í dag í dómsmálaráðherratíð Ögmundar Jónassonar. Launamál lögreglumanna hafa því ekkert með flokkapólitík að gera.Aðalatriðið er að finna einhverja leið til þess að koma launmálum lögreglunnar út úr því öngstræti,sem þau eru í.
Mér dettur í hug,að ef til vill væri unnt að bæta kjör lögreglumanna verulega með því að stórhækka áhættuálag vegna þess hve störf lögreglumanna eru hættuleg.Það verður að finna einhverja sérleið til þess að bæta kjör lögreglumanna. Og það þarf að bæta kjör lögreglumanna myndarlega. Laun lögreglumanna eru skammarlega lág í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.