Fimmtudagur, 29. september 2011
Lögreglumenn fara í kröfugöngu
Hópur lögreglumanna í Reykjavík hefur skipulagt kröfugöngu sem farin verður eftir hádegið í dag frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu, að fjármálaráðuneytinu.
Umræður um þessa aðgerð spruttu upp á Facebook-síðu sem lögreglumenn hafa aðgang að, og þessi áform voru í gær tilkynnt Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur fyrir sitt leyti veitt lögreglumönnum á vakt leyfi til að taka þátt.
Mikil óánægja er í röðum lögreglumanna með niðurstöðu Gerðardóms í síðustu viku, þar sem ákvörðun um kjör þeirra var tekin.(ruv.,is)
Nokkrar upplýsingar hafa nú verið birtar í fjölmiðlum um launakjör lögreglumanna. Grunnlaunin eru mjög lág en heildarlaunin eru þokkaleg.Það,sem lögreglumenn eru fyrst ig fremst óánægðir með er það grunnlaunin eru lág..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.