Jóhanna stóð sig vel í kastljósi

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,sat fyrir svörum í kastljósi í gærkveldi.Hlustendur hringdu í kastljós og lögðu spurningar fyrir Jóhönnu.Jóhanna stóð sig nokkuð vel.Hún svaraði öllu greiðlega.M.a. var hún spurð um skuldavanda heimilanna.Hún sagði,að búið væri að afskrifa 200 milljarða hjá heimilunum að bílalánum meðtöldum.Fyrirspyrjandi frá Hagsmunasamtökum heimilanna vildi ekki samþykkja þessar tölur. Jóhanna lagði þá til,að hún ásamt formanni samtakanna mundu setjast yfiir tölurnar ásamt sérfræðingum og fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll hvað upphæðin væri há.Jóhanna var spurn um kvótafrumvarpið.Hún sagði að stóra kvótafrumvarpið væri gallað en einnig væri margt ágætt í því. Hún sagði,aðð frumvarpið færði okkur nær því að láta arðinn af auðlind sjávar renna til þjóðarinnar.Einnig væri opnað fyrir nýliðun í greininni. Hún gagnrýndi handhafa kvótanna fyrir að hafa veðsett kvótana,ekki aðeins fyrir fjárfestingu eða kostnaði í greininni heldur einnig vegna óskyldrar starfsemi.Sagði hún,að helmingur lána þeirra,sem útgerðin hefði fengið út á kvótana hefði runnið til óskyldrar starfsemi.Jóhanna ræddi einnig verðtrygginguna og sagði,að hún vildi afnema hana eins fljótt og auðið væri.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband