Þriðjudagur, 25. október 2011
ASÍ:Hægur bati framundan
Verstu afleiðingar hrunsins eru nú að baki og framundan er hægur bati. Álver í Helguvík og Stóriðja á Norðurlandi myndu hins vegar ýta undir hagvöxt og flýta batanum. Þetta kemur fram í nýrri hagspá ASÍ.
Hagdeild ASÍ kynnti hagspá sína í dag en í henni segir að efnahagsbatinn sé veikur og við blasi doði í hagkerfinu. Ástæðan fyrir litlum hagvexti á komandi árum sé að útlit fyrir að fjárfestingar í hagkerfinu verði litlar næstu árin, mikil óvissa ríki um álver í Helguvík og að innanríkisráðherra hafi slegið út af borðinu allar áætlanir um að gera átak í vegamálum á Suðvesturlandi með sérstakri fjármögnun.
Í grunnspá hagdeildar er ekki gert ráð fyrir frekari framkvæmdum við Helguvík né framkvæmdum tengdum orkufrekum iðnaði á norðurlandi í tengslum við virkjanir í Bjarnarflagi og Þeirstarreykjum. Grunnspá segir hagvöxtinn geta orðið mun meiri ef ráðist yrði í þessar framkvæmdir.
Nú niðurstaðan er sú að það myndi gjörbreyta stöðunni til hins betra. Við myndum sjá fjárfestingarnar sem hlutfall af landsframleiðslu fara yfir tuttugu prósent en það er það markmið sem flestar þjóðir hafa sett sér. Við myndum sjá hagvöxtinn hér taka kipp, atvinnuleysið ganga niður þannig að ef að það tækist þá myndum við sjá mun bjartari mynd," segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.
Þá gerir spáin jafnframt ráð fyrir minnkandi atvinnuleysi á næstu árum og minni verðbólgu.
Framundan er hægur bati í efnahagslífinu. Áhyggjuefnið er það að okkur er ekki að takast að reisa okkur mjög hratt. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og aukast ekkert mikið með spátímanum eftir því sem okkur sýnist best sem þýðir að það stefni í hálfgerðan doða á komandi árum."(visir.is)
ASÍ spáir 2,4% hagvextí í ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.