ASÍ vill tengja krónuna við evru

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að krónan eigi sér ekki viðreisnar von og hugsanlega sé best að leita leiða til þess að tengja hana beint við evruna. Þetta sagði Gylfi á árlegum formannafundi ASÍ sem haldinn var í morgun.

Hann sagði að ræða ætti milliliðalaust við pólitíska forystumenn ríkja í Evrópu um beina aðstoð í gjaldmiðlamálum. „...hugsanlega með því að tengja krónuna beint við evruna með stuðningi bæði AGS, IMF og Norðurlöndunum. Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda.Við eigum ekki að láta skammtíma vanda evru, dollars og jens villa okkur sýn," sagði Gylfi.

Gylfi sagði að evran væri eins og klettur í hafinu borið saman við þá krónu sem Íslendingar búi við. Þá væri vandi dollarsins enn meiri en evrunnar þar sem viðskiptahalli og halli á fjárlögum sé töluvert meiri en í Evrópu.
(visir.is)

Mér líst vel á Þess hugmynd Gylfa. Krónan á sér ekki viðreisnar von.Og með því að það tekur tíma að fá aðild að ESB og myntbandalagi Evróppu, ef þjóðin samþykkir það, verður að velja einhverja millilausn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gylgi Arnbjörnsson er algert Ginningarfífl ESB Elítunnar og íslenska ESB trúboðsins og hefur ekki hundsvit á þessum málum.

Hann er búinn að tala á svipuðum nótum í mörg ár sem algerlega umboðslaus jólasveinn. fólksins í landinu !

ESB og EVR-an er mannskætt blindsker þar sem hver þjóðarskútan á fætur annnarri bíður endanlegt skipbrot.

Þangað vill ESB aftaníossinn Gylfi Arnbjörnsson teyma íslensku þjóðina !

Gunnlaugur I., 26.10.2011 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband