Fimmtudagur, 27. október 2011
Verðbólgan lækkaði í 5,3% í oktober
Verðbólgan í október mældist 5,3% og hefur því lækkað nokkuð frá september þegar hún mældist 5,7%. Þessi lækkun er í takt við spár sérfræðinga.
Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október er 384,6 stig og hækkaði um 0,34% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 365,0 stig og hækkaði um 0,30% frá september.
Verð á bensíni og olíum lækkaði um 1,9% (vísitöluáhrif -0,11%) en verð á fötum og skóm hækkaði um 1,7% (0,10%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,3% og vísitalan án húsnæðis um 5,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5,0% verðbólgu á ári (5,8% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).
(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir en verðbólgan þarf að lækka meira.Það eru engar forsendur fyrir hárri verðbólgu í dag.Efnahagslífið er í mikilli lægð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.