Fimmtudagur, 27. október 2011
Krugman:Ótímabært að afnema gjaldeyrishöftin
Gjaldeyrishöftin hafa skipt máli fyrir Ísland eftir hrunið og komið í veg fyrir tjón, sagði Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, á fyrirlestri í Hörpu í dag. Hann sagði að ótímabært væri að afnema þau.
Krugman sagði jafnframt á fundinum að Ísland væri ekki í eins slæmri stöðu og margir haldi. Atvinnuleysi sé góður samanburðarmælikvarði milli landa. Þar standi Ísland vel að vígi.
Krugman benti á það í bloggfærslu á vefsvæði New York Times áður en hann kom til landsins að Ísland stæði mun betur að vígi en ríki sem hefðu tekið upp evruna. Nefndi hann þar meðal annars Írland og Lettland. (visir.is)
Paul Krugman er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og mjög mikils virtur. Það er meira að marka það,sem hann segir um gjaldeyrishöftin en stjórnarandstaðan.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.