Fimmtudagur, 27. október 2011
Hættið að skerða vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Allir fái grunnlífeyri!
Hvað er mikilvægast í kjarabaráttu eldri borgara í dag? Það,sem er mikilvægast er að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það er mesta réttlætismálið.Það er ekki unnt að sætta sig við það lengur að stjórnvöld eyðileggi lífeyrissparnað launþega,eða eyði áhrifum hans þannig ,að eftirlaunamenn njóti í engu lífeyrissparnaðar,þegar þeir komast á eftirlaun.Annað mjög mikilvægt mál er að aldraðir,sem misstu grunnlífeyri sinn 2009 fái hann á ný miðað við óbreyttar aðstæður að öðru leyti.Allur sá stóri hópur ellilífeyrisþega,sem var strikaður úr úr kerfi almannatrygginga 2009 á að fá aðild að tryggingunum á ný.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það virðist sem veiðileyfi se á eldri borgara og þeirra eignir.
Beest væri að þeirra lifeyrir- sómasamlegur til framfærslu- kæmi beint frá Lífeyrisjóðum og krumla TR kæmi þar hvergi nærri.
En nú eru margir að renna hyru auga á þessa sjóði - sparnað almennings eins og rotta á ostbita.
Það er nægt fé í þessum sjóðum til að sjá fyrir öldruðum- með sóma.
kv.
Erla a
Erla Magna Alexandersdóttir, 27.10.2011 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.