Föstudagur, 28. október 2011
Helmingur heimila á erfitt með að ná endum saman
Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2011 sýnir að 10,2% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 12,4% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili. Árið 2011 áttu 51,5% heimila erfitt með að ná endum saman, 31,6% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði og 15,2% heimila taldi greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána/leigu vera þunga. Tæp 40% heimila gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 160 þúsund með þeim leiðum sem þau venjulega nýta til að standa undir útgjöldum. Þegar heildarmyndin er skoðuð var fjárhagsstaða heimilanna heldur verri árið 2011 en næstu ár á undan. Helsta undantekningin frá því er að greiðslubyrði og vanskil annarra lána en húsnæðislána hefur minnkað frá árinu 2010.(Hagstofan)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.