Föstudagur, 28. október 2011
Norski olíusjóðurinn tapaði 5900 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi
Norski olíusjóðurinn tapaði 284 milljörðum norskra króna eða rúmum 5.900 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er næstmesta tapið á einum ársfjórðungi í sögu sjóðsins.
Í fréttum norska fjölmiðla segir að megnið af þessu tapi sé gengistap af hlutabréfaeignum sjóðsins. það sé þegar farið að ganga til baka nú þegar uppsveifla er komin í gang að nýju á hlutabréfamörkuðum heimsins. Þriðji ársfjórðungur einkenndist af miklum sveiflum, og þá aðallega niður á við, á mörkuðunum.
Vegna þessa telja norskir stjórnmálamenn og fjármálaspekingar að ekki sé ástæða til að breyta fjárfestingarstefnu sjóðsins sökum tapsins.(visir.is)
Þrátt fyrir þetta tap er norski olíusjóðurinn gífurlega sterkur. ESB hefur verið að leita óformlega eftir aðstoð olíusjóðsins vegna skuldakreppunnar í Evrópu.Það væri saga til næsta bæjar ef Noregur bjargaði Evrópusambandinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.