Neyðarlögin standa

Neyðarlögin halda gildi sínu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp sinn dóm rétt í þessu. Sjö dómarar dæmdu í málinu. Deilt var um hvort það væri brot á jafnræði og eignarrétti almennra kröfuhafa að gera innstæður að forgangskröfum í bú hinna föllnu banka.

Þessi niðurstaða þýðir að eignir þrotabús Landsbankans duga til að greiða Bretum og Hollendingum útgjöld þeirra vegna Icesave reikninga. Væntanlega verður byrjað að greiða úr búinu innan nokkurra vikna. Slitastjórn Landsbankans hefur boðað til blaðamannafundar klukkan þrjú til að fara yfir niðurstöðu dómanna. (visir.is)

Þetta er gífurlegur sigur fyrir Ísland.Og þetta þýðir,að unnt verður að byrja greiða Bretum og Hollendingum úr þrotabúi Landsbankans  eftir nokkrar vikur.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband