Laugardagur, 29. október 2011
Steingrímur endurkjörinn formaður VG
Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á landsfundi flokksins á Akureyri fyrir stundu. Steingrímur fékk 73 prósent atkvæða, Margrét Pétursdóttir fékk 15 prósent og Þorvaldur Þorvaldsson 7 prósent.
Steingrímur ávarpaði fundinn að úrslitum loknum og þakkaði innilega fyrir sig. Hann sagðist ekki geta leynt þakklæti yfir því að fá svo afgerandi stuðning og sterkt umboð flokksmanna. Hann viðurkenndi um leið að hann hefði ekki verið neitt sérstakur formaður síðastliðinn 3 ár en lofaði að rækta sambandið við fólkið í flokknum enn betur.
Hann sagðist hafa tröllatrú á því að fyrsta hreina vinstristjórnin hér á landi muni ljúka kjörtímabilinu og koma Íslandi út úr erfiðleikunum. Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin varaformaður og það sama gildir um Sóleyju Tómasdóttur ritara og Hildi Traustadóttur gjaldkera.(ruv.is)
Þessi kosning leiðir í ljós,að Steingrímur er mjög sterkur hjá VG. Það getur enginn rutt honum úr vegi þrátt fyrir að erfiðleikar hafi verið miklir hjá ríkisstjórninni og ekki síst hjá fjármálaráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.