Sunnudagur, 30. október 2011
VG færist til vinstri
Landsfundur VG á Akureyri var á margan hátt athyglisverður.Þetta var í fyrsta sinn frá stofnun flokksins,að Steingrímur fékk mótframboð og það tvö. En hann fór létt með að sigra þessa tvo andstæðinga og fékk 73% atkvæða í formannskjöri.Það sem var þó enn athyglisverðara var það að samþykkt var ályktun gegn frekari niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.Einnig var samþykkt ályktun um að endurskoða stöðu aldraðra og öryrkja. Það kom fram í umræðum á fundinum,að menn töldu að nú yrði að standa í alvöru vörð um velferðarkerfið. Með því að VG hefur fjármálaráðherrann hlítur að verða farið eftir þessu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það kæmi allavega nokkuð spánskt fyrir sjónir ef Steingrímur reyndi að höggva meira í þennan knérunn.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:55
Já þú heldur það Björgvin?
Eyjólfur G Svavarsson, 31.10.2011 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.