Mánudagur, 31. október 2011
Fundur VG vildi ekki draga umsókn um aðild að ESB til baka
Lagst er gegn frekari niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og heræfingum Nató í íslenskri lögsögu hafnað í ályktunum sem landsfundur Vinstri grænna samþykkti í gær. Flokkurinn ítrekaði ennfremur andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Heildarniðurskurður í heilbrigðismálum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, fyrir árið 2012 nemur tæpum þremur milljörðum króna eða tvö komma fimm prósent.
Niðurskurðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur og tekur landsfundur vinstri grænna að hluta undir þá gagnrýni.
Í ályktun um heilbrigðiskerfið sem var samþykkt í gær segir meðal annars að heilbrigðiskerfið sé löngu komið að þolmörkum og ekki sé hægt að ganga lengra án þess að skerða þjónustu við sjúklinga. Því er frekari niðurskurði hafnað og lagt til að aukið svigrúm í ríkisfjármálum verði nýtt í þágu heilbrigðisþjónustu til að byggja hana upp til frambúðar.
Landsfundurinn ítrekaði ennfremur andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið en í ályktun sem samþykkt var á fundinum er þó ekki lagt til að aðildarumsókn verði dregin til baka.
Landsfundur fagnar ennfremur þingsályktunartillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að nató. Tillagana var lögð fram á Alþingi í haust en að henni standa allir þingmenn vinstri grænna nema Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason.
Fundurinn hafnaði sömuleiðis heræfingum Nató herja í íslenskri lögsögu þar á meðal loftrýmiseftirlit en í ályktun segir að flugæfingar þessar séu háskalegar, truflandi, skapi óöryggi og hræðslu og þjóni mannfjandsamlegum tilgangi.
(visir.is)
Eins og fram hefur komið áður vildi fundurinn ekki stöðva niðurskurð í heilbrigðiskerfinu strax á næsta ári heldur á að stöðva niðurskurðinn 2013.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.