Mánudagur, 31. október 2011
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur verið starfsöm
Á landsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var nýlega, var lagt fram rit um Aðgerðir og árangur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009-2011". Þar er á ríflega 30 blaðsíðum farið yfir það helsta sem áunnist hefur en í inngangi formanna flokkanna segir meðal annars:
"Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur starfað í rúmlega tvö og hálft ár, fyrst sem minnihlutastjórn en í meirihluta frá maí 2009. Þessi tími hefur verið annasamur og tekist hefur verið á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí 2009 birtast áherslur og markmið hennar sem unnið hefur verið eftir. Í upphafi yfirlýsingarinnar segir m.a. að ríkisstjórnin sé mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar nýjan stöðugleikasáttmála.
Af þeim 222 aðgerðum sem samstarfsyfirlýsingin tekur til, er 130 lokið að fullu eða mestu leyti, 89 í vinnslu eða afgreidd að hluta og þrjú sem ekki hafa enn komist á skrið.
Á þessum tíma hafa verið samþykkt 354 frumvörp sem lög frá Alþingi, 100 þingsályktanir auk fjölda annarra þingmála. Í þessu hefti er birt yfirlit yfir helstu aðgerðir einstakra ráðuneyta frá febrúar 2009 til október 2011, en plássins vegna er ekki hægt að gera öllu skil. Leitast er við að skýra hvað felst í aðgerðunum og hvaða áhrif þær hafa.(Heimasíða Samfylkingar)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.