Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Danir styðja aðild Íslands að ESB
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með nýjum utanríkisráðherra Dana, Villy Søvndal , og nýjum Evrópumálaráðherra, Nikolai Wammen, í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.
Í tilkynningu segir að á fundunum hafi ráðherrarnir farið yfir stöðu mála í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins en tveir kaflar í viðræðunum voru opnaðir og þeim lokað nú í október. Þá ræddu þeir fyrirhugaða formennsku Dana í Evrópusambandinu sem hefst um áramót en utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji opna alla útistandandi kafla í aðildarviðræðunum í formennskutíð Dana.
Á fundinum með Evrópuráðherra Dana staðfesti Nikolai Wammen eindreginn stuðning danskra stjórnvalda við mögulega aðild Íslands að ESB og vilja Dana til að viðhalda góðum gangi í viðræðunum. Ráðherrarnir ræddu stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir ESB til ráða bug á skuldavanda einstakra ríkja. (visir.is)
Það er hagstætt Íslandi,að Danir skuli vera að taka við formennsku hjá ESB. Þeir hafa lýst yfir stuðningi við aðild Íslands að sambandinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.