Laugardagur, 12. nóvember 2011
Aldraðir eiga mikið inni.Slæm meðferð á lífeyrisþegum
Á árunum 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16% en á sama tíma fengu aldraðir og öryrkjar engar kjarabætur.Um sl. áramót fengu þeir lífeyrisþegar,sem fengu fulla lágmarksframfærslutryggingu 2,3% hækkun (ekki misritun).1.júní sl. þegar nýir kjarasamningar komu til framkvæmda hækkaði kaup þeirra lægst launuðu um 10,3% en lægstu bætur aldraðra og öryrkja hækkuðu aðeins um 6,5% enda þótt ríkisstjórnin hefði lýst því yfir,að bætur ættu að hækka jafnmikið og laun.Á framangreindu tímabili hefur kaup þeirra lægst launuðu því hækkað um 17,5% meira en bætur lífeyrisþega.Eftir þessa meðferð á öldruðum og öryrkjum er vissulega tímabært að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað að lífeyrir eigi að hækka í áföngum til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar en sú neyslukönnun segir,að einstaklingar þurfi 290 þús. á mánuði að jafnaði til neyslu( engir skattar innifaldir).Þessa leiðréttingu mætti gera í t.d. 3 áföngum,þannig að fyrsta hækkun,fyrsti áfangi kæmi til framkvæmda strax árið 2012.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.