Sunnudagur, 13. nóvember 2011
Hlutunum snúið á haus.Hanna Birna kennir björgunarmönnum um
Haustið 2008 hrundi allt íslenska bankakerfið og í kjölfarið féll mikill hluti íslensks atvinnulífs með þeim afleiðingum að mikill fjöldi fólks missti atvinnuna og lífskjörin hrundu.Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem átti stærsta þáttinn í þessu hruni en Framsókn veitti dygga aðstoð.Frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins og mistök við einkavæðingu bankanna áttu hér stærsta þáttinn í. Það máttu ekki hafa neitt eftirlit með bönkunum.Markaðurinn átti sjálfur að leiðrétta allt,sem aflaga fór. Þess vegna horfðu stjórnvöld aðgerðarlaus á bankana þenjast úr og taka ótakmörkuð erlend lán,sem engin von var til,að bankarnir gætu borgað til baka.
Það er makalaus ósvífni hjá Hönnu Birnu formannsframbjóðanda að kenna núverandi ríkisstjórn um fólksflótta úr landinu, sem stafar af hruninu,sem Sjálfstæðisfklokkurinn olli.Þetta gerði hún i þættinum Á Sprengisandi í dag.Það er að snúa hlutunum á haus. Ef einhver einn aðili ber ábyrgð á fólksflótta úr landinu er það Sjálfstæðisflokkurinn,sem fékk einkavinum bankana,mönnum,sem ekki kunnu að reka banka og létu bankana hefja brask á erlendum mörkuðum og vanrækja íslenskt atvinnulíf. Samfylkingin og VG eru að hreinsa upp eftir íhaldið og Framsókn. Það er makalaus ósvífni að kenna hreinsunarmönnum um.Það er svipað og að ráðast á slökkviliðið og kenna því um bruna á brunastað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.