Afstaða stjórnvalda til aldraðra er neikvæð

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.:

Á sama tíma og eldri borgarar verða fyrir barðinu á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu vega stjórnvöld að kjörum eldri borgara. Með lögum,sem sett voru 1.júlí 2009 voru kjör eldri borgara skert verulega. Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr rúmlega 100 þúsund krónum á mánuði í 40 þúsund krónur á mánuði.Ákveðið var að telja greiðslur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóðum með tekjum við útreikning á grunnlífeyri aldraðra frá TR en við það missti mikill fjöldi aldraðra grunnlífeyri sinn og datt út úr kerfi almannatrygginga.Yfir 5000 eldri borgarar urðu fyrir kjaraskerðingu við þessa breytingu. Einnig var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað.Það er krafa eldri borgara að kjaraskerðingin frá 1.júlí 2009 verði afturkölluð strax. Þeir, sem nutu grunnlífeyris frá TR fyrir þá breytingu eiga að fá hann aftur að öðru óbreyttu.Almannatryggingarnar eiga að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags eins og nýsköpunarstjórnin,sem kom tryggingunum á, tók skýrt fram við lögfestingu trygginganna.

 

Eitt mesta ranglætið í lífeyrismálum aldraðra í dag er það, að tryggingabætur almannatrygginga eru skertar mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Þetta ranglæti verður að afnema.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var skýrt tekið fram,að þeir ættu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga.Í dag er einstaklingur,sem fær 70 þúsund krónur í lífeyri frá lífeyrissjóði ekkert betur settur en sá ellilífeyrisþegi,sem fær ekkert úr lífeyrissjóði.Báðir fá sömu upphæð samtals. Sá sem fær 70 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði sætir 70 þúsund króna skerðingu frá almannatryggingum á mánuði. Það sem sem sagt allt rifið af honum, allt jafnvirði lífeyrisgreiðslanna.Lífeyrisþegar eiga þann lífeyri,sem þeir hafa safnað upp í lífeyrissjóðum.Þess vegna er spurning hvort það stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að rífa af lífeyrisþega hjá TR jafnvirði þess,sem hann fékk úr lífeyrissjóði.

 

 

 

Landsfundur Samfylkingar var haldinn dagana 21.-23.okt. .Það vekur athygli mína, að ekkert er í stefnuskrá fundarins um málefni eldri borgara.Það er aðeins talað um að mótuð verði stefna í málefnum aldraðra og  gera þurfi úttekt á  þjónustu við aldraða.Þegar Ingibjörg Sólrún var formaður Samfylkingarinnar var stefnan í málefnum aldraðra skýr og skelegg. En síðan hefur stefnunni í þessum málaflokki hrakað ár frá ári og nú hefur hún alveg verið strikuð út.Í staðinn er komin ágæt stefna í málefnum ungs fólks.En getur það ekki farið saman að styðja bætt kjör aldraðra og ungs fólks?  Afstaða stjórnvalda  til aldraðra er neikvæð.Afgreiðsla landsfundar Samfylkingarinnar á málefnum aldraðra staðfestir þetta.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband