6,5 milljörðum varið til framkvæmda í Rvk. næsta ár

Framkvæmdastigi Reykjavíkurborgar verður áfram haldið háu en varið verður 6,5 milljörðum í framkvæmdir, sem snúast einkum um verkefni sem auka ekki fastan rekstrarkostnað borgarinnar verði frumvarp til fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg samþykkt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, Jón Gnarr leggur frumvarp til fjárhagsáætlunar fram til fyrri umræðu  á borgarstjórnarfundi í dag.

Verði frumvarpið samþykkt munu fasteignagjöld lækka úr 0.225% í 0.2%. Tekjur af fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði lækka um 75 milljónir króna en hefðu að óbreyttu hækkað um 230 mkr.

Lóðarleiga vegna íbúðarhúsnæðis hækkar hins vegar úr 0.165% í 0.2% til mótvægis og fara tekjur af henni úr 258 milljónir króna í 350 mkr. Þetta tryggir að fasteignagjöld verða svipuð að krónutölu hjá langflestum fasteignaeigendum á milli ára.

Reykjavíkurborg mun því áfram bjóða upp á ein lægstu álagningargjöld fasteigna á landinu að því er greinir frá í tilkynningu frá borginni.(visir.is)

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband