Átti ríkið að eiga alla bankana?

Stjórnarandstaðan  hamast nú á ríkisstjórninni fyrir að hafa selt tvo af bönkunum,Glitni og Kaupþing til  kröfuhafa eða í raun látið kröfuhafa yfirtaka bankana.Framsókn  var þó að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að halda bönkunum í ríkiseign og vildi að ríkið losaði sig við þá á meðan þeir voru í höndum ríkisins.Í raun var það sjálfgefið að kröfuhafar yfirtækju tvo af bönkunum. Ríkið hafði ekki efni á því að halda þeim. Ríkið hefði þá þurfti að leggja þeim til talsvert eigið fé sem ríkið eða skattgreiðendur höfðu ekki efni á.Með þeirri aðferð sem var viðhöfð,þ.e. að láta kröfuhafa yfirtaka bankana, kostaði endurreisn bankanna ríkið mikið minna fé en áætlað hafði verið. Auk þess var með þessari aðferð unnt að komast hjá málaferlum við kröfuhafa. Það er lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnarandstöðunni að kenna nú ríkisstjórninni um að meðal eigenda bankanna,sem seldir voru, séu vogunarsjóðir.Bankarnir hafa skipt um hendur oftar en einu sinni og ekki er unnt að stýra því hverjir kaupa hluti í bönkunum.Það er á lágu plani að kenna ríkisstjórninni um, að einhverjir af eigendum bankanna hafi eignast hluti í þeim fyrir lítið fé.Auðvitað vita þingmenn stjórnarandstöðunnar að ríkisstjórnin getur enga stjórn haft á því hverjir kaupa hluti í einkabönkum og hverjir ekki. Það ber vott um málefnafátækt að þyrla upp moldviðri um þessi mál.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband