Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Verðbólgan mest á Íslandi
Tólf mánaða verðbólga er langhæst á Íslandi af öllum ríkjum í Evrópu, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Evrópu sem birtar voru í dag. Verðbólgan á Íslandi mældist 5,3% í síðasta mánuði.
Tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu mældist hins vegar 3,0%, samkvæmt tölum frá sömu stofnun. Fyrir ári síðan var tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu aftur á móti 1,9% og því hefur hún hækkað töluvert á einu ári. Verðbólgan í öllu Evrópusambandinu var hins vegar 3.4% í október.
Næstmest mælist verðbólgan í Bretlandi, en þar er hún 5%. Hún er 4,7% í Eistlandi, 4,3% í Lettlandi og 4,2% í Litháen.
Verðbólgan mælist svo einna minnst hjá frændum okkar, Svíum og Norðmönnum. Í Svíðþjóð mældist hún 1,1% í síðast mánuði, en 1,3% í Noregi.(visir.is)
Það er áhyggjuefni,að verðbólgan skuli vera þetta mikil á Íslandi.Hún ætti að vera í lágmarki á meðan lægð er jafnmikil í efnahagslífinu og raun ber vitni.Vaxtahækkun Seðlabankans á að slá á verðbólguna en spurning er hvort sú aðgerð virkar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.