Á að hlunnfara bótaþega um 2 milljarða 2012?

Stjórnvöld hafa haft af eldri borgurum og öryrkjum marga milljarða undanfarið. Og ætlunin er að snuða bótaþega um rúma 2 milljarða næsta ár miðað við upplýsingar fjárlaga. Hækkun bóta kostar ríkið 3 milljarða næsta ár, þ.e. 3,5% hækkun en 2,5% hækkun bóta til viðbótar,sem lífeyrisþegar eiga rétt á, liggur óbætt hjá garði.Sagt er, að ætlunin sé að setja einhverja fjárupphæð inn í kerfi almannatrygginga 2013 til þess að kosta breyttar tekjutengingar tryggingabóta. Ef til vill ætlar ríkisstjórnin að skila bótaþegum einhverju af þeirri fjárhæð, sem hún hefur haft af þeim undanfarið, eða ef til vill að skila sem svarar því, sem á að hafa af bótaþegum 2012.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband