Haldið upp á brúðkaupsafmæli

Við hjónin áttum 58 ára brúðkaupsafmæli í dagi.Sr.Bjarni Jónsson vígslubiskup gaf okkur saman árið 1953 á heimili sínu.Hjónabandið hefur enst þetta vel. Í tilefni af brúðkaupsafmælinu fórum við út að borða á Restaurant Silfur. Sá veitingastaður er á Hótel Borg og það munu vera  Akureyringar,sem eiga og reka staðinn í  dag. Við áttum þarna mjög ánægjulega stund,borðuðum mjög góðan mat og drukkum rósavín með matnum.Við sátum á besta stað í salnum og  horfðum yfir á Austurvöll og dáðumst að ljósadýrðinni þar. Það var ekki aðeins norska jólatréð,sem var upptendrað heldur voru einnig mörg önnur tré á Austurvelli uppljómuð.Það var mjög fallegt og jólalegt á að sjá.Björgvin,sonur okkar,sem býr í Finnlandi, gaf mér myndarlega afmælisgjöf á afmæli mínu í september.Það var gjafakort fyrir tvö að borða á Restaurant  Silfur. Ég ákvað að nota gjafakortið á brúðkaupsafmæli okkar 12.desember.Þetta var mjög skemmtilegt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband