Fimmtudagur, 2. febrúar 2012
Helmingur þjóðarinnar óánægður með breytingarnar á ríkisstjórninni
Nærri helmingur þjóðarinnar er óánægður með breytingarnar á ríkisstjórninni. Kjósendur Framsóknarflokksins sjá mest eftir Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórninni en kjósendur Vinstri grænna eru hins vegar ánægðastir með brotthvarf Árna Páls Árnasonar.
Þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni á síðasta degi ársins var deilt mikið um þær, einkum innan Samfylkingarinnar. Gallup hefur nú kannað hug þjóðarinnar til þessara breytinga.
46% svarenda voru almennt óánægð með breytingarnar á en tæp 27% voru ánægð. Þegar spurt var um einstakar breytingar var ánægjan mest með brotthvarf Jóns Bjarnasonar. 53% voru ánægð með þá breytingu. Litlu færri, eða 48%, voru ánægð með að Steingrímur J. Sigfússon hyrfi úr fjármálaráðuneytinu en aðeins 26% eru ánægð með að fá hann í atvinnuvegaráðuneytið. Fæstir eru hins vegar ánægðir með brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórn, eða 20%.
Viðhorfin eru hins vegar misjöfn eftir stjórnmálaskoðunum. Um helmingur kjósenda bæði Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er óánægður með brotthvarf Árna Páls Árnasonar og litlu færri hjá Framsóknarflokknum. Aðeins 18% Vinstri grænna eru hins vegar óánægð með brotthvarf hans. Mesta óánægjan með brotthvarf Jóns Bjarnasonar er hjá kjósendum Framsóknarflokksins, en tæpur helmingur þeirra er óánægður með að hann sé horfinn á braut. Um þriðjungur Vinstri grænna og 27% Sjálfstæðismanna eru óánægð með brotthvarf Jóns, en Samfylkingarmenn sem eru óánægðir með að losna við Jón finnast varla.(visir.is)
Þessi könnun kemur ekki á óvart. Breytingin á ríkisstjórninni var ekki til góðs. Það hefði verið nóg að færa Jón Bjarnason til innan ríkisstjórnarinnar og láta Árna Pál vera áfram í stjórninni.En alveg út í hött að setja Árna Pál út.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.