Fimmtudagur, 2. febrúar 2012
Einkavæðing bankanna og Icesave rannsakað
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur sjálfsagt að rannsaka Icesave málið og endurreisn bankanna. Það var Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sem spurði forsætisráðherra um málið á Alþingi fyrir stundu.
Jóhanna sagðist sömuleiðis fagna því að einkavæðing Búnaðarbankans og Landsbankans yrði rannsökuð. Núverandi stjórnvöld standi fyrir gegnsærri og opinni stjórnsýslu og þessar rannsóknir séu í þeim anda.(ruv.is)
Rannsóknarskýrsla alþingis tók ekki til einkavæðingar bankanna. Er það í rauninni undarlegt,þar eð upphaf hrunsins má rekja til einkavæðingarinnar.Bankarnir voru afhentir einkavinum stjórnarflokkanna,sem þá voru við völd.Þeir sem tóku við bönkunum kunnu ekkert til bankareksturs.En þeir breyttu bönkunum í braskstofnanir sem tóku gegndarlaus erlend lán og keyptu fyrirtæki og þar á meðal erlenda banka.Ef bankarnir hefðu verið áfram í eigu ríkisins hefðu þeir ekki farið út á þessa háskalegu braut og þá hefði ekkert hrun orðið hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.