Fimmtudagur, 2. febrúar 2012
Þriðjungur styður stjórnina.Samfylking með 22%
Tæplega þriðjungur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Óverulegar breytingar eru á fylgi flokkanna.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 36 prósent, tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun en langt umfram kjörfylgi. Samfylkingin fer úr 21 prósenti í 22 en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 30 prósent. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um eitt prósentustig, mælist fimmtán prósent eða hið sama og í síðustu kosningum. Vinstri græn hafa fjórtán prósent fylgi, sem er óbreytt frá fyrra mánuði en langt undir kjörfylgi. Rösklega þrjú prósent segjast myndu kjósa Hreyfinguna en tíundi hver myndi kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi.
Tæplega sextán prósent svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og fimmtán prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist óbreyttur eða 32 prósent.(ruv.is)
Hvers vegna er fylgi stjórnarinnar aðeins þriðjungur og hvers vegna fær Samfylkingin aðeins 22%. Það er vegna þess,að stjórnin hefur ekki staðið sig nógu vel í kvótamálinu og heldur ekki í velferðarmálum. Stjórnin verður að taka sig á í þessum málum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.