Mánudagur, 13. febrúar 2012
Lífeyrissjóðir eiga 33,4% í HS Orku
Jarðvarmi, félag í eigu 14 lífeyrissjóða sem nú á 25% hlut í HS Orku hf, hefur ákveðið að kaupa hlut í HS Orku fyrir 4,7 milljarða króna. Eftir kaupin verður hlutur Jarðvarma 33.4%. Kaupin eru gerð í samræmi við ákvæði samnings félagsins frá 1. júní síðastliðinn um kaup á hlut í HS Orku.
Hluturinn sem Jarðvarmi kaupir nú er keyptur á genginu 5,35 krónur á hlut að nafnvirði. Þetta verð er um 15,6% hærra en verðið í upphaflegu viðskiptunum þegar Jarðvarmi gerðist 25% hluthafi en þá greiddi Jarðvarmi 4,63 krónur fyrir hvern hlut.
HS Orka stefnir að því að þeir fjármunir sem fást fyrir söluna verði nýttir sem eiginfjárframlag félagsins í stækkun Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 180 MW. Gert er ráð fyrir frágangi málsins fyrir lok febrúar.(visir.is)
Ég tel þetta vel ráðið,að lífeyrissjóðirnir skuli kaupa 25% í HS.Orku til viðbótar fyrri hlut í fyrirtækinu.Segja má,að það sem lífeyrissjóðirnir eignast sé eign þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.