Aðalfundur FEB: Leiðrétta á kjörin strax.Markmið endurskoðunar TR að bæta kjörin en ekki að sameina bótaflokka

Aðalfundur Félags eldri borgara (FEB) var haldinn í dag. Fundurinn var fjölsóttur. Á fundinum gerði Björgvin Guðmundsson,formaður kjaranefndar, grein fyrir tillögu að kjaramálaályktun  félagsins. Samþykkt var að leiðrétta ætti lífeyri aldraðra frá almannatryggingum strax vegna þeirrar kjaraskerðingar er aldraðir hefðu orðið fyrir á krepputímanum. Þar á meðal ætti að afturkalla strax kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009.

Vegna endurskoðunar almannatrygginga var eftirfarandi m.a. samþykkt: Markmið endurskoðunar laga um almannatryggingar á að vera að bæta kjör  aldraðra og öryrkja en ekki eingöngu að sameina bótaflokka og gera tilfærslur innan kerfisins.Síðan sagði,að lífeyrisþegar yrðu að fá leiðréttingu á kjörum sínum strax í ár.Í starfshópi um endurskoðun almannatrygginga hefur ekkert verið rætt um almenna hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja og ljóst,að  stjórnvöld reyna að humma það fram af sér að veita lífeyrisþegum þá kjaraleiðréttingu,sem þeir eiga rétt á. Það er hins vegar búið að leiðrétta kjör ráðherra,þingmanna og æðsu embættismanna!

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband