Laugardagur, 18. febrúar 2012
Lánshæfismat Íslands hækkað
Matsfyrirtækið Fitch hefur hækkaði lánshæfismat Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt um einn flokk, úr BB plús í BBB mínus. Sérfræðingur fyrirtækisins segir ákvörðunina þýða að aðgangur Íslendinga að erlendum lánamörkuðum ætti að batna umtalsvert.
Í fréttatilkynningu Fitch segir að Íslendingar hafi lokið vel heppnuðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og endurheimt aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch, segir að ólíkt ríkjunum á evrusvæðinu sé hafinn efnahagsbati á Íslandi, þá er endurskipulagning fjármálakerfisins komin vel af stað og opinberar skuldir hafi líklega náð hámarki. Rawkins segir muninn á einkunninni BB plús og BBB mínus, sem Ísland hefur þess vegna hlotið, vera afar þýðingarmikinn.
Ísland er nú komið úr ruslflokknum svonefnda og þar með ætti aðgangur þess að lánamörkuðum að batna töluvert. Rawkins ítrekar þó að enn séu margir óvissuþættir til staðar, til dæmis á enn eftir að afnema gjaldeyrishöftin og Icesave-deilan er enn óleyst. Vægi hennar hefur þó dvínað töluvert að mati Paul Rawkins hjá Fitch.(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir. Fitch segir,að efnahagsbati sé byrjaður á Íslandi gagnstætt því sem eigi sér stað á evrusvæðinu. Verður nú erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að halda áfram að lemja hausnum við steininn.Hún hefur ekki viljað viðurkenna,að hagvöxtur hafi átt sér stað sl. ár.En staðreyndin er sú,að hagvöxtur á Íslandi,yfir 3%, var með því mesta sem átti sér stað í OECD löndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki ein skýrasta vísbendingin að ríkisstjórn Jóhönnu sé á réttri leið þrátt fyrir allan áróður fulltrúa braskaralýðsins sem vill hrunflokkana, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk aftur?
Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2012 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.