Miðvikudagur, 5. september 2012
Ferð á Njáluslóðum
Í gær fór ég í ferðalag með Fríðuhúsi um söguslóðir Njálu.Þetta var áhugaverð og skemmtileg ferð og ekki spillti,að veðrið lék við okkur,sól og fínt veður allan daginn.Ekið var austur á Hvolsvöll og snæddur hádegisverður þar.Síðan var ekið inn í Fljótshlíð og m.a. að Hlíðarenda,þar sem ein aðalsögupersóna Njálu bjó,Gunnar Hámundarson.Síðan var ekið að Bergþórshvoli, þar sem Njáll bjó.Leiðsögumaður var með,sem rakti höfuðatriði Njálu og ekki hvað síst vígaferlin.Dagrún kona mín hafði gaman af ferðinni en hún er kunnug í Fljótshlíð frá unga aldri en Njóla,móðirsystiir hennar bjó á Eyvindarmúla.Því miður var ekki ekið svo langt inn Fljótshlíðina,að við sæjum Eyvindarmúla.En ferðin var góð.
Að lokum var sögusetrið á Hvolsvelli heimsótt.En það er mjög fróðlegt og skemmtilega uppsett.Einnig er þar kaupfélagssafn með áhugaverðum gögnum frá Kaupfélagi Rangæinga,Kaupfélagi Árnesinga og Kaupfélaginu á Hellu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.