Velferðarráðherra hækkaði laun forstjóra um 450 þús. á mánuði. Fór á svig við lög!

Velferðarráðherra,Guðbjartur Hannesson,hefur hækkað laun forstjóra Landspítalans,Björns Zoega,um 450 þús. kr. á mánuði.Með þessari ákvörðun fer hann á svig við lög um kjararáð sem á að ákveða laun embættismanna. Ráðherra afsakar framferði sitt með því,að forstjóra Landsspítalans,hafi verið boðin hærri laun í Svíþjóð. Það er ekki næg ástæða. Það er stöðugt verið  að bjóða læknun og hjúkrunarfræðingum hærri laun í Noregi og á öðrum Norðurlöndum og það eru engar nýjar fréttir,að laun séu hærri erlendis.Það er ekki af þeim ástæðum unnt að rjúka til og stórhækka laun hér innan lands.Velferðarráðherra hefur ekki svarað erindum BSRB um kjarabætur opinberra starfsmanna og hann hefur hundsað óskir eldri borgara og öryrkja  um kjarabætur en hann  tekur rögg á sig þegar einn forstjóri biður um launahækkun. Þetta gengur ekki. Þó Björn Zoega hafi staðið sig vel þá kemur maður í manns stað eins og alltaf.Það er ekki unnt að móta launakerfið hér eftir launakerfi í Svíþjóð.Velferðarráðherra var of fljótur á sér.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband