Ríkið skuldar lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna 400 milljarða!

Björgvin Guðmundsson skrifar grein um lífeyrissjóðina í Morgunblaðið í dag. Honum farast svo orð:

Lífeyrissjóðirnir hafa verið talsvert í umræðunni undanfarið.Rætt er um mismunandi réttindi lífeyrisþega eftir því, hvort þeir eru í lífeyrissjóðum á almennum markaði eða hjá hinu opinbera.Þá hafa menn auknar áhyggjur af mikilli skuld ríkisins við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.Starfandi er nefnd fulltrúa launþega,atvinnurekenda og hins opinbera en nefndin vinnur að því að samræma lífeyrisréttindi landsmanna.Einnig hafa samtök opinberra starfsmanna,BSRB,BHM og KÍ átt í viðræðum við ríkisvaldið um þessi mál.

 

Mikil skuld ríkisins

 

Skuld hins opinbera við lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og starfsmanna sveitarfélaga nemur 434 milljörðum króna.Þar af nemur skuld ríkisins við Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna (LSR),B-deild, 344 milljörðum.Skuld við Lifeyrissjóð hjúkrunarfræðinga nemur 42 milljörðum.Alls nemur þetta 386 milljörðum kr. Neikvæð staða lífeyrissjóða á almennum markaði ( ekki með ríkisábyrgð) nemur 119 milljörðum. Alls nemur því neikvæð staða lífeyrissjóðanna 553 milljörðum kr.árið 2011( áfallin tryggingafræðileg staða ).Þetta eru háar upphæðir og það er mat þeirra,sem best þekkja til lífeyrissjóðanna, að ríkið þurfi strax að byrja að greiða 8-9 milljarða á ári vegna skuldar við lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og verði að halda slíkum greiðslum áfram þar til skuldin er að fullu greidd.Framlag til lífeyrissjóðanna er hærra hjá hinu opinbera en á almennum markaði eða 15,5% af launum á móti 12% á almennum vinnumarkaði.Atvinnulífið verður að hækka framlag sitt til lífeyrissjóðanna, ef jafna á lífeyrisréttindin.

 

Slæm afkoma margra lífeyrissjóða

 

Lífeyrissjóðirnir töpuðu miklum fjármunum í bankahruninu eins og fram kom í skýrslu lífeyrissjóðanna. Þeir hafa verið að rétta sig við að undanförnu en þó ekki nóg.Á sl. ári nam hrein raunávöxtun LSR , B-deildar, 2,1%,raunávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna nam 2,8% og raunávöxtun Gildis,lífeyrissjóðs nam 2,7%. Meðalávöxtun 6 helstu lífeyrissjóðanna hefur verið neikvæð um 3,7% sl. 5 ár.Margir af lífeyrissjóðunum hafa orðið að skerða réttindi félagmanna sinna vegna neikvæðrar ávöxtunar.Þeir lífeyrissjóðir,sem njóta ríkisábyrðar, hafa ekki þurft að skerða réttindi félagsmanna sinna, þar er ríkið er í ábyrð. Mörgum finnst þetta ranglátt og vilja, að ríkistryggingin verði afnumin og lífeyrisréttindin samræmd. Samtök aðila á vinnumarkaði taka undir þetta sjónarmið.Ríkisstarfsmenn benda aftur á móti á, að góð lífeyrisréttindi þeirra hafi verið hluti af launakjörum þeirra. Þeir hafi haft lægri laun en frjálsi markaðurinn vegna þess, að þeir voru með betri lífeyrisréttindi og ríkisábyrgð. Ef afnema eigi ríkisábyrgðina og samræma lífeyrisréttindin verði að bæta launakjör ríkisstarfsmanna.

 

Umbætur taka langan tíma

 

Það mun taka langan tíma að jafna lífeyrisréttindin,bæta launakjör ríkisstarfsmanna,hækka framlag atvinnulífsins til sjóðanna og greiða niður skuld ríkisins við lífeyrissjóðina.Þetta verður ekki gert í einu vetfangi. Best er að semja áætlun um það hvernig standa eigi að þessum umbótum.En ríkið þarf strax að byrja að greiða niður skuld sína við lífeyrissjóðina. Það mál þolir enga bið.Ríkið þarf að greiða 8-9 milljarða á ári inn á skuldina eins og fyrr segir.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband