Miðvikudagur, 12. september 2012
Engin leiðrétting til aldraðra og öryrkja í fjárlagafrumvarpinu
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2013 var kynnt í gær og því dreift á alþingi.Ekkert er í frumvarpinu til leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja og því ljóst,að ætlunin er að hafa af þessum hópum réttmætar kjarabætur vegna kjaraskerðingar krepputímans.Kjör aldraðra og öryrkja voru skert 1.júlí 2009 vegna kreppunnar og sagt,að um tímabundnar ráðstafanir væri að ræða.Það hefði mátt búast við því að "félagshyggjustjórnin" mundi afturkalla þessa kjaraskerðingu í fjárlagafrumvarpinu,sem dreift var í gær en svo var ekki.Launþegar (láglaunafólk) fengu mun meiri kauphækkanir á krepputímanum en aldraðir og öryrkjar fengu.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 20%. Búast hefði mátt við,að sú leiðrétting kæmi fram í fjárlagafrumvarpinu.En svo var ekki.Ríkisstjórnin hundsar aldraða og öryrkja með þessu fjárlagafrumvarpi.Það hefði ekki verið verra þó íhaldið hefði verið við völd.Það er hart að þurfa að viðurkenna það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Velferðarstjórn, NEI !
Þetta nefnilega er ESB endemisstjórnin.
Þar sem það eitt er aðalmálið, allt annað eru bara smá atriði að þeirra dómi.
Þeir halda í einfeldni sinni að ESB innlimun muni leysa og laga allt, líka að kjör aldraðra og öryrkja batni þá sjálfkrafa. Þess vegna afsaka þeir sig með að allt í lagi sé að svelta aldraða og öryrkja í nokkur ár þangað þeir komi skjóðunni þarna inn í ESB himnaríkið !
Samt neita þeir að sjá það að Ráðstjórnarríki Evrópusambandsins loga að innan af skulda og gjaldmiðilskreppu og kjör fólks rýrna meir en gerst hefur áður á friðartímum. Atvinnuleysið sem aldrei fyrr, yfir 20 milljónir manna ganga atvinnulausir í þessu dýrðar ráðstjórnarsambandi ykkar kratana.
Þetta er einhver vonlausasta Ríkisstjórn Lýðveldisins og ég hlakka til að koma henni undir græna torfu.
Gunnlaugur I., 12.9.2012 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.