Fimmtudagur, 13. september 2012
Ég er mjög ríkur
Hér erum við Dagrún Þorvaldsdóttir, konan mín, ásamt sonum okkar 6. Myndin er tekin í garðveislu hjá Þóri syni okkar og Unni konu hans.
Ég á afmæli í dag,er 80 ára.Þegar ég lít yfir farinn veg og met stöðuna sé ég ,að ég bý við mikið ríkidæmi.Ég á konu,sem ég hefi verið kvæntur í 59 ár og við eigum 6 syni,sem allir eru heilbrigðir og myndarlegir.Við eigum stóran hóp barnabarna og barnabarnabarna.Þetta er mikið ríkidæmi.Ég hefi hins vegar aldrei verið mjög ríkur af veraldlegum auðæfum.En þó þarf ég ekki að kvarta.Við höfum haft nóg fyrir okkur. En mest metum við fjölskylduna,synina,tengdadæturnar,barnabörnin og barnabarnabörnin. Einn sonur okkar býr í Finnlandi,Björgvin. Hann kom til landsins í gær,kom sérstaklega til þess að halda upp á afmælið með mér. Fjölskyldan mun hittast heima hjá Rúnari,syni mínum og konu hans,Elínu,í kvöld og halda upp á afmælið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins! Bestu kveðjur frá Stokkhólmi.
Margrét Håkansson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 09:59
Kæri Björgvin, bestu hamingjuóskir með afmælisdaginn. Hafðu þökk fyrir einarða baráttu þína fyrir réttlæti og bættum kjörum lífeyrisþega.
Björn Emilsson, 13.9.2012 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.