Föstudagur, 14. september 2012
Góður afmælisdagur
Ég átti mjög góðan afmælisdag í gær,á áttræðisafmæli mínu. Ég eyddi deginum með sonum mínum,Þorvaldi og Björgvin,sem kom sérstaklega frá Finnlandi til þess að halda upp á afmæli mitt.Kl. 6 hófst afmælisveisla heima hjá Rúnari,syni mínum og Elínu konu hans.Þar var kona mín,Dagrún,að sjálfsögðu og allir synir mínir ásamt fjölskyldum.Guðmundur,sonur minn,gaf mér veitingarnar í afmælisgjöf en hann keypti þær hjá matreiðslumanni,sem hann hefur oft skipt við.Voru veitingarnar einstaklega ljúffengar og góðar og gerðu mikla lukku. Elín bjó til minn uppáhalds eftirrétt,heimalagaðan ís.Byrjað var á því að skála í kampavíni;mikið var sungið í veislunni og flutt stuttmynd í sjónvarpi,sem Arngrímur Guðmundsson leikstýrði og lék í. Myndin fjallaði um Efst á baugi,sem ég var með í útvarpinu 1960-1970.Lék Arngrímur mig í myndinni og fór orðrétt með kafla úr Efst á baugi.Aðrir leikendur voru Guðmundur,sonur minn og Steinunn,dóttir hans.Gerði myndin mikla lukku.Synir mínir og fjölskyldur þeirra færðu mér og konu minni góðar gjafir. Þeir gáfu okkur miða á Stuðmenn í Hörpu 6.oktober n.k. en allir synir okkar og makar fara með svo og nokkur barnabörn.Einnig gáfu þeir okkur út að borða á Veitingahúsinu Reykjavík n.k. laugardag. Þeir fara með okkur ásamt mökum. Afmælisfagnaðurinn heldur því áfram.Synir mínir gáfu mér fleiri gjafir.Stemmning var mjög góð í veislunni og sagði Steinunn á Facebook að þetta væri besta afmælisveisla,sem hún hefði verið í lengi. Konan mín gaf mér góðar afmælisgjafir, ný spariföt og m.a. gjöf og kort,sem hún bjó til í Fríðuhúsi. Einnig fékk ég afmælisfjöf frá Fríðuhúsi og Hafdís sjúkraliði,sem kemur oft til Dagrúnar konu minnar færði mér og okkur gjöf á afmælisdaginn. Mjög góður dagur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.