Afmælisfagnaðurinn heldur áfram

Afmælisfagnaðurinn vegna 80 ára afmælis míns heldur áfram.Í gær komu systkini mín heim til okkar Dagrúnar og færðu mér góða gjöf.Var síðan haldið gott kaffiboð.Tengdadætur mínar höfðu bakað og búið til brauðrétt og við áttum saman ánægjulega stund.Tvö barnabarna minna,þær Sandra Rún og Lena Björg,dætur Rúnars og Elínar,báru fram veitingarnar.Þær eru báðar mjög myndarlegar.Systkini mín eru þessi: Guðjón Guðmundsson,byggingarverkfræðingur, kvæntur Ásu Aðalsteinsdóttur,hjúkrunarfræðingi,Sólrún Guðmundsdóttir,gift Guðfinni Magnússyni,múrara og Magnús Guðmundsson,vélvirki,kvæntur Sædísi Jónsdóttur.

 

Björgvin Guðmundssson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband