Jóhanna hættir

Ég fékk bréf í gær frá Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra,þar sem hún tilkynnir,að hún muni hætta í stjórnmálum í vor og láta af formennsku í Samfylkingunni á  landsfundi 1.febrúar n.k. Ekki get ég sagt,að mér hafi komið þessi tíðindi á óvart. Hún ætlaði að hætta fyrir 4 árum en þegar Ingibjörg Sólrún veiktist og bað Jóhönnu að taka við, sló hún til.Jóhanna er búinn að gera skyldu sína í stjórnmálunum og enginn getur  ætlast til þess að hún haldi áfram lengur.

En hvernig hefur ríkisstjórn Jóhönnu staðið sig? Hún hefur staðið sig vel í endurreisn efnahagslífsins en hún hefur staðið sig illa í fiskveiðistjórnunarmálum; stóð þar ekki við kosningaloforðin um fyrningu aflaheimilda á 20 árum og endurúhlutun  á réttlátan hátt. Ég er heldur ekki ánægður með frammistöðu stjórnarinnar í málefnum almannatrygginga. Ég er óánægður með það, að stjórnin skyldi skerða  kjör aldraðra og öryrkja og ekki vera búin að leiðrétta þau á ný.

En Jóhanna mun sennilega fá hrós fyrir að endurreisa efnahagslífið eftir hrunið,sem Sjálfstæðisflokkurinn átti stærsta þáttinn í.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband