Verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum

Stefán Ólafsson prófessor og félagar hans segja,að velferðarkerfið hafi mildað áhrif kreppunnar á lægri  tekju - og milllitekju hópa. Á mæltu máli þýðir þetta,að kjaraskerðingin hafi verið minni hjá þeim sem hafa lægri tekjur og millitekjur en hjá hinum,sem hafa hærri tekjur.En það er lítil huggun fyrir eldri borgara,sem orðið hefur fyrir kjaraskerðingu,að fá að vita að einhver annar hafi orðið fyrir meiri kjaraskerðingu en hann.Kjör eldri borgara hafa verið svo slæm,að eldri borgarar áttu að vera algerlega undanþegnir allri kjaraskerðingu.

Í tillögum stjórnlagaráðs segir,að aldraðir eigi að geta lifað með reisn.Það geta þeir ekki með þeim lífeyri,sem ríkisvaldið skammtar þeim í dag.Ennfremur segir,að við skulum öll njóta mannréttinda án mismununar vegna aldurs.Svipuð ákvæði en strangari eru í alþjóðlegum mannréttindayfirlýsingum.Ég tel auðljóst,að það sé verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum.

Stefán Ólafsson hefur verið aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum.Það er sennilega vegna ráðgjafar hans,að ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að afturkalla kjaraskerðinguna,sem aldraðir urðu fyrir 1.júlí 2009.Stefán hefur hamrað á því ,að þeim lægst launuðu meðal lífeyrisþega og launþega hafi verið hlíft í kreppunni.Hann hefur horft framhjá því,að þeir verst settu meðal  lífeyrisþega hafa fengið  mikið minni hækkun lífeyris en láglaunafólk hefur fengið á launum sínum. Þetta verður að leiðrétta strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband