Engar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja

Það er nú orðið ljóst,að ríkisstjórnin ætlar ekki að bæta kjör aldraðra og öryrkja eins og var þó lofað á miðju ári 2009. Þá var sagt,að skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja,sem tók gildi 1.júlí það ár, yrði tímabundin og mundi gilda í 3 ár. Sá tími var liðinn 1.júlí sl. en ekki var kjaraskerðingin afturkölluð.Ríkisstjórnin virðist heldur ekki ætla að leiðrétta kjör lífeyrisþega vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar  aldraðra og öryrkja á krepputímanum. En til þess að leiðrétta kjörin vegna þeirrar skerðingar þarf að hækka lífeyrinn um 20%. Ríkisstjórnin heldur að sér höndum í kjaramálum lífeyrisþega.Hún virðist telja,að lífeyrisþegar geti lifað af þeirri hungurlús,sem almannatryggingar skammta þeim í dag. En það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim lífeyri.Ef ríkisstjórnin tekur ekki rögg á sig og leiðréttir kjör lífeyrisþegar verða þeir að svara fyrir sig í kjörklefanum í alþingiskosningunum í vor.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru stjórnvöld ,,SKERT" ?

https://www.facebook.com/notes/helga-bj%C3%B6rk-magn%C3%BAsd%C3%B3ttir-gr%C3%A9tud%C3%B3ttir/eru-stj%C3%B3rnv%C3%B6ld-skert-/507122322639981

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband