Allir eldri borgarar eiga að fá grunnlífeyri

Á síðasta þingi Landssambands eldri borgara (LEB) var samþykkt að allir eldri borgarar ættu að fá grunnlífeyri.Ríkisstjórnin skerti kjör eldri borgara og öryrkja 1.júlí 2009 verulega m.a. með því að taka grunnlífeyri af stórum hópi  ellilífeyrisþega. Áður fengu flestir eldri borgarar grunnlífeyri og hann var í raun talinn heilagur; ekki mætti hreyfa við honum.LEB krefst þess,að aldraðir fái grunnlífeyri á ný og hætt verði að láta greiðslur úr lífeyrissjóði skerða grunnlífeyri.Kjaraskerðingin 1.júlí 2009 átti að vera tímabundin.Hún var lögleidd vegna bankahrunsins.Nú eru 4 ár liðin frá bankahruninu og því meira en tímabært að afturkalla þessa kjaraskerðingu og innleiða grunnlífeyri fyrir alla eldri borgara.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband