Stefán Ólafsson: Hallað hefur á eldri borgara,sem eru með milli-og hærri tekjur.Aðeins lítill hópur aldraðra fær lágmarksframfærslutryggingu

Landssamband eldri borgara hélt ráðstefnu sl. fimmtudag um kjaramál eldri borgara. Stefán Ólafsson prófessor hélt erindi á ráðstefnunni.Í erindinu sagði hann,að ellilífeyrirþegar með lægstu tekjur hefðu verið vel varðir á krepputímanum en aðrir hefðu orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu vegna skerðingar grunnlífeyris 1.júlí 2009.Einnig sagði Stefán: Hallað hefur á hag eldri borgara,sem eru með milli- og hærri tekjur,einkum vegna minni fjármagnstekna og meiri skerðinga grunnlífeyris.Ég tel,að mat Stefáns á afkomu þeirra eldri borgara,sem eru með millitekjur og hærri tekjur sé rétt.Afkoma þeirra hefur stórversnað, m.a. vegna þess,að stór hópur þeirra hefur misst grunnlífeyri sinn og dottið alveg út úr kerfi almannatrygginga.

Varðandi hag þeirra ellilífeyrisþega,sem hafa lægstu tekjurnar vil ég segja þetta: Það er mjög lítill hópur ellilífeyrisþega,sem hefur fulla lágmarksframfærslutryggingu ( framfærsluuppbót) eða aðeins 279 eldri borgarar árið 2011.Það er  stærri hópur,sem fær hluta framfærslutryggingar en það er alltof mikið miðað við þennan tilltölulega litla hóp eldri borgara.Það er út í hött, að athuga hvað lífeyrir þessa litla hóps hefur hækkað á krepputímanum og segja síðan að afkoma tekjulágra eldri borgara hafi verið vel varin í kreppunni.Það er ekki rétt.Auk þess er þetta ekki há upphæð,sem eldri borgurum er skömmtuð til lágmarksframfærslu. Einhleypur ellilífeyrisþegi fær 174 þús. kr eftir skatta og um leið og hann fer í sambúð hrapar upphæðin niður.Þeir,sem segja að afkoma eldri borgara sé góð mundu ekki lifa lengi af þessari smánarlegu upphæð.Hún er skammarlega lág og það þarf að hækka hana og allan lífeyri aldraðra enda hefur lífeyrir þeirra að mestu verið í frosti á krepputímanum.Þrátt fyrir ákvæði laga um að lífeyrir ætti að hækka í samræmi við hækkun launa hefur lífeyrir verið frystur og kjör aldraðra skert verulega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband