Síðasta tækifæri ríkisstjórnarinnar.Orð skulu standa

Allt bendir til þess,að ríkisstjórnin ætli að bregðast öldruðum og öryrkjum á þann hátt að afturkalla ekki kjaraskerðinguna,sem lögleidd var 1.júlí 2009 en þá voru kjör þessara hópa skert verulega.Því var þá lofað að þessi kjaraskerðing yrði tímabundin og 3 ár nefnd í því sambandi.3 ár voru liðin 1.júlí sl. Síðasta tækifæri ríkisstjórnarinnar í þessu efni er í þessari viku eða  til 30.nóv. en frumvörp,sem afgreiða á fyrir áramót þurfa að berast fyrir þann tíma.Ríkisstjórnin hefur því enn tækifæri í þessari viku til þess að standa við fyrirheit sitt gagnvart öldruðum og öryrkjum.Geri hún það ekki verður að svara fyrir það í kjörklefanum í vor.Það er ekki unnt að láta bjóða sér svik í þessu máli. Orð skulu standa.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband