Vel heppnað kaffikvöld

Í gærkveldi var haldið kaffikvöld,Gleym mér ei,í Fríðuhúsi að hollenskri fyrirmynd.Það var fyrir vistmenn, starfsfólk og aðstandendur vistmanna í Fríðuhúsi,Drafnarhúsi og Maríuhúsi en þessi þrjú heimili eru öll fyrir fólk með minnissjúkdóma. Það var kaffihúsastemmning, harmonikumúsik og mjög skemmtilegt andrúmsloft.Veitingar voru frábærar og verði stillt í hóf. Logi Bergmann Eiðssson var gestur og skýrði frá   nýrri bók sinni,Handbók hrekkjalóma og las upp úr henni.Einnig skýrði hann frá minnissjúkdómi föður síns. Sigríður Lóa Rúnardóttir,forstöðukona Fríðuhúss, skýrði tilgang kaffikvöldanna.Þetta fyrsta kaffikvöld tókst mjög vel. Við mættum þarna 5 úr minni fjölskyldu,ásamt mér Guðmundur,Þórir og Rúnar,synir mínir og Elín kona Rúnars.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband