Sami bakgrunnur beggja formannsefnanna.Spennandi formannsslagur

Guðbjartur Hannesson hefur nú boðið sig fram í formannskjöri Samfylkingarinnar.Þá eru tveir í kjöri þar en áður hafði Árni Páll Árnason boðið sig fram til formanns.Hver er munurinn á  þessum formannsefnum? Báðir eru komnir úr Alþýðubandalaginu þannig,að bakgrunnurinn er sá sami hjá báðum.Að vísu er Guðbjartur fyrrum skólastjóri en Árni Páll  fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytsins en í utanríkisráðuneytinu vann hann m.a. að Evrópumálum.Báðir hafa verið ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu.Árni Páll var félagsmálaráðherra og kom m.a. á illræmdri kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja,sem tók gildi 1.júlí 2009. Sú kjaraskerðing átti að vera tímabundin og gilda í 3 ár. Guðbjartur tók við velferðarráðuneytinu og átti að afturkalla umrædda kjaraskerðingu en hefur ekki gert það þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar þar um. Guðbjartur afrekaði það einnig að vera formaður í nefnd um kvótamálið,sem lagði til að kvótakóngunum yrðu afhentir kvótarnir á silfurfati til langs tíma.Árni Páll hefur sagt,að hann muni,verði hann formaður,reyna fyrst að mynda vinstri stjórn en útiloki ekki samstarf við neinn.Guðbjartur segir,að hann muni láta málefnin ráða við ákvörun um samstarf við stjórnarmyndun.Árni  Páll hefur skrifað mikið um stefnumál sín en Guðbjartur hefur eiginlega ekkert skrifað þannig ,að   lítið er vitað hver stefna hans er.Báðir eru sjálfsagt vænstu menn en erfitt að sjá hvor hefur meira í formanninn. Ekki er ljóst hvor þeirra hefur sterkari stöðu í dag.Árni Páll  hefur unnið að formannskjöri sínu undanfarið og hefur ef til vill nokkuð forskot.En líklegt er,að Jóhanna styðji Guðbjart þannig að það getur hjálpað honum að jafna leikinn. Það má því búast við spennandi formannsslag.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband