Laugardagur, 1. desember 2012
Ríkisstjórnin féll á prófinu!
Ekkert frumvarp eða tillaga kom fram frá ríkisstjórninni í gær um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Velferðarráðherra hefur haft öðrum hnöppum að hneppa í gær en að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um af afturkalla umrædda kjaraskerðingu eins og lofað var 2009 þegar kjaraskerðingin var lögfest en þá var sagt,að kjaraskerðingin ætti að standa í 3 ár.Sá tími var liðinn 1.júlí sl. Í gær rann út frestur til þess að leggja fram mál án afbrigða.Það er einnig að renna út frestur til þess að leggja fram mál vegna fjárlaga fyrir árið 2013.En ríkisstjórnin ætlar greinilega að svíkja aldraða og öryrkja.Það var heldur ekki lagt fram neitt frumvarp í gær um endurskoðun almannatrygginga eins og boðað hafði verið.
Ef afturkalla á kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009 verður alþingi að taka í taumana og ákveða að aftukalla hin illræmdu lög enda þótt ríkisstjórnin vilji ekkert gera í málinu.Henni finnst greinlega í lagi að svíkja gefin fyrirheit.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Athugasemdir
Lífeyrisþegar á Íslandi athugið...
Ég hef ásamt öðrum einstaklingum verið að velta því svolítið fyrir mér núna í aðdragana kosninga hvort ekki væri mál til komið að stofna stjórnmálaflokk lífeyrisþega á Íslandi. Það er engin nafnalisti komin fram. Einungis spjall á Facebook.
Það er orðið löngu tímabært að stofna slíkan flokk eða hreyfingu. Ég sægji það fyrir mér að flokkurinn myndi bjóða fram á landsvísu í næstu kosningum. Málin geta ekki haldið áfram að þróast eins og þau hafa gert á síðustu árum. Það er ekki hægt og útilokað að lífeyrisþegar þessa lands hafi ekkert að segja um stöðu sína. Við þurfum málsvara á þing.
Ég held að ef við förum ekki að gera eitthvað í þessum málum núna að þá verður það orðið um seinan eftir áramótin. Flokkur lífeyrisþega á Íslandi myndi hafa það á stefnuskrá sinni að bæta kjör og aðbúnað þeirra sem hvað skarðastann hlut bera af heildar kökunni á Íslandi.
Baráttu málin eru mörg og þau eru mikilvæg. Það er verið að brjóta á lífeyrisþegum á Íslandi á degi hverjum. Skerðingar á skerðingar ofan. Það er eitt dæmið.
Sameinumst öll. Þeir sem hafa áhuga á því að bjóða fram til Alþingis í maí á næsta ári mega hafa samband við mig. Ég er með tölvupóst netfang valgeirpals@gmail.com
Ég er í símaskránni.
Kær kveðja.
Valgeir Matthías Pálsson
Netfang: valgeirpals@gmail.com
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.