Laugardagur, 1. desember 2012
Það vantar ekki fjármuni til þess að auka framlög til ýmissa verkefna
Fjárlagafrumvarpið fyrir 2013 var tekið til annarrar umræðu á alþingi sl. fimmtudag en þá hafði fjárlaganefnd fjallað um frumvarpið og afgreitt það úr nefndinni.Það,sem vakti athygli mína við 2.um-ræðu um málið var eftirfarandi: Útgjöld innanríkisráðuneytis hækka um 4 milljarða,útgjöld iðnaðarráðuneytisins hækka um 1,2 milljarða,útgjöld umhverfisráðuneytisins aukast um 721 milljón,útgjöld menningar og menntamálaráðuneytsins hækka um 3 milljarða og útgjöld velferðarráðuneytisins aukast um 1,5 milljarða.Af þessu er ljóst,að það er unnt að auka útgjöld til ýmissa málaflokka,ef vilji er fyrir hendi.Það vantar viljann hjá velferðarráðherra og ríkisstjórninni til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin kýs að verja fjármunum í önnur verkefni og svíkja fyrirheit við aldraða og öryrkja í leiðinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.